Berja sér leið að jöklinum

Snjóbíll. Myndin er úr safni.
Snjóbíll. Myndin er úr safni. Sigurður Ó. Sigurðsson

Þrír snjóbílar björgunarsveita reyna nú að berja sér leið upp Fljótshlíð yfir Mýrdalsjökul í leit að konu sem ekkert hefur spurst til frá því fyrir helgi. Enn eru þó margar klukkustundir þar til þeir komast að síðasta staðnum sem vitað var af henni og þrír aðrir bílar þurfa að bíða af sér veður.

Að sögn Svans Sævars Lárussonar hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi, komast þrír bílanna ekki lengra því lokað hefur verið fyrir umferð undir Eyjafjöllum þar sem hviður hafa farið upp í 60 m/s.

Meiningin sé að fara yfir Mýrdalsjökul og koma niður á Mælifellssandi. Þaðan sé stutt í síðasta blettinn sem vitað var af konunni. Þrír bílar eru nú á leið upp Fljótshlíð en enn eru margir klukkutímar í að þeir komist á staðinn, að sögn Svans Sævars.

Fyrri frétt mbl.is: Fara af stað strax og veður leyfir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert