Hjólabrettin ekki bara strákasport

Fjölmargar stúlkur á öllum aldri komu saman í hjólabrettagarðinum, eða „skatepark“, í Hafnarfirði í gærkvöldi og sýndu listir sínar á hjólabrettum.

Steinar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Albumm.is, sem fjallar meðal annars um hjólabrettamenninguna hér á landi, segir að kvöldið hafi heppnast afar vel. Stúlkur sýni sportinu mikinn áhuga, eins og hafi sýnt sig í gær. „Það er stór hópur stelpna sem stundar þetta sport, og það á öllum aldri,“ segir hann í samtali við mbl.is. Brettaiðkun sé alls ekki bara strákasport, heldur fyrir alla.

Steinar segir að ætlunin sé nú að gera þetta að mánaðarlegum viðburði. Eru allar stelpur velkomnar.

„Skateparkið“ var opnað í Flatahrauni 14 í Hafnarfirði fyrir aðeins fáeinum vikum.

Frétt Albumm.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert