Skást að veikjast á Íslandi

Við Hallgrímskirkju
Við Hallgrímskirkju mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hið sænska Aftonbladet birtir á heimasíðu sinni kort frá fyrirtækinu International SOS sem sýnir þá staði þar sem hættulegast er að veikjast.

Svíþjóð, Bretland og Ísland eru þau lönd þar sem minnst hætta fylgir veikindum samkvæmt Aftonbladet. Mesta hættan er hinsvegar í Afríkuríkjum á við Úganda, Súdan og Kongó en einnig í Afghanistan og Norður Kóreu. Hættan er þó einnig mikil í löndum sem eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna eins og í Tyrklandi og Egyptalandi.

Kortið mun einmitt sérstakleg ætlað fyrir fólk á faraldsfæti sem vill meta hverskonar hættur þarf að takast á við í hverju landi fyrir sig. Tilgangur kortsins er þannig að minnka bilið milli þess hvernig almenningur skynjar aðstæður og hver áhættan er í raun. 

Hægt er að sjá kortið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert