Ætla að breyta mysu í vín

Mysa fellur til við ostagerð alls staðar í heiminum. Misjafnt …
Mysa fellur til við ostagerð alls staðar í heiminum. Misjafnt er hvernig bændum og mjólkursamlögum gengur að gera úr henni verðmæti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mjólkursamsalan og Matís vinna að rannsókn á möguleikum þess að breyta mysu í vín, framleiða etanól úr mjólkursykurvatni sem er aukaafurð við ostaframleiðslu.

Mikið fellur til af mysu við ostagerð, ekki síst í stóru ostagerðarbúunum á Norðurlandi. Úr henni er búið til mysupróteinþykkni sem notað er til framleiðslu á próteindrykknum Hleðslu og einnig endurnýtt til ostagerðar.

Við þessa vinnslu fellur til aukaafurð sem kölluð er mjólkursykurvatn og vantar hlutverk fyrir, að því er Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert