Hálka og skafrenningur á Hellisheiði

Frá Hellisheiði.
Frá Hellisheiði. Ómar Óskarsson

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði og á Hellisheiði en snjóþekja og þoka  í Þrengslum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka á Grindavíkurvegi. Snjóþekja er á Suðurlandi og á Suðurstrandavegi. Þungfært er á Lyngdalsheiði.

Ófært er á Fróðárheiði. Hálka er á Vesturlandi en snjóþekja er á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er ófært og stórhríð á öllum fjallvegum og til Flateyrar og Suðureyrar. Súðavíkurhlíð er lokuð. Þungfært er í Reykhólasveit og í Ísafjarðardjúpi.

Á Norðurlandi vestra er hálka og snjóþekja.

Á Norðausturlandi er hálka og snjóþekja. Ófært er á Mývatnsöræfum, Hólasandi, Hófaskarði og Hálsum.

Hálka og snjóþekja er á Austurlandi. Ófært er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra en hálka er á Fagradal og á  Oddsskarði

Snjóþekja er frá Fáskrúðsfirði og með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert