Kerfið er ekki atvinnuleyndarmál

Sigurður Bogi Sævarsson

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að ekki sé ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Stofukerfis yfir ætlaðri hagnýtingu TM Software og Landspítalans á hjúkrunarskráningarkerfi Stofukerfis. Ekki væri um að ræða atvinnuleyndarmál í skilningi þeirra laga sem stofnunin hefur eftirlit með.

Með bréfi til Neytendastofu, dags. 6. ágúst 2012, kvartaði Stofukerfi yfir hjúkrunarskráningarkerfi Landspítalans. Í bréfinu er rakið að eigandi fyrirtækisins, Bernhard Svavarsson, hafi þróað hugbúnað síðastliðin 22 ár fyrir hjúkrunarskráningu sem beri heitið Ferlismiðja. Bernhard hafi starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum síðan 1985 en öll vinna hans við hugbúnaðinn hafi verið unnin í frítíma sem áhugamál og síðar á vegum Stofukerfis ehf.

Þegar hann hafi lokið námi í hjúkrunarfræði árið 1987 og hafið störf á Landspítalanum hafi vaknað áhugi á að finna lausn á rafrænni skráningu hjúkrunargreininga og hjúkrunarmeðferða. Bernhard hafi kynnt sér tölvunarfræði í sjálfsnámi og síðan lokið námi í forritun og kerfisfræði árið 2001 frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum.

Fyrsta útgáfa Ferlismiðju hafi litið dagsins ljós árið 1989 og verið sett upp á fáeinum deildum Landspítalans. Hugbúnaðurinn hafi síðan smám saman þróast en kærandi hvorki þegið greiðslur vegna vinnunnar né aðstöðu, enda hugsjónarverkefni unnið í frítíma. Þannig hafi staðan verið þar til Landspítalinn keypti af honum afnotarétt af Ferlismiðju árið 2004,  þar sem fram komi að kærandi og Landspítalinn geri með sér samning um afnotarétt á hugbúnaðinum. Hafi hugbúnaðurinn verið kallaður „tölvuforritið Anna“.

Þar sem eigandi kæranda hafi verið í föstu starfi á Landspítalanum hafi spítalinn ekki keypt hugbúnaðinn beint af honum heldur hann stofnað fyrirtækið Stofukerfi ehf. og gengið frá kaupunum í gegnum það. 

Hér er hægt að rekja sögu málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert