Fornminjar á Siglunesi hverfa í sjóinn

Línurnar sýna strandlengjuna eftir árum.
Línurnar sýna strandlengjuna eftir árum. Skjáskot af YouTube

Ómetanlegar fornminjar á Siglunesi munu hverfa í sjóinn verði ekkert að gert. Þetta segir Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur, í viðtali við Eyþór Eðvarsson hjá Þekkingarmiðlun en hún segir að raunar hafi nú þegar nokkuð af minjum horfið í sjóinn. 

Jarðvegurinn á nesinu er mjög mjúkur og segir Birna að í slæmu verði geti hann hreinlega sópast burt og að skelfilegt sé hversu mikil eyðilegging geti átt sér stað á skömmum tíma. Til þess að leggja mat á rofið hafa fornleifafræðingar notað loftmyndir frá árunum 1950, 2000 og 2009. Segir Birna að ætla megi að á bilinu 14 til 15 metrar af strandlengjunni sunnanverðri hafi horfið frá árinu 1950 og að hraði eyðingarinnar hafi aukist eftir árið 2000. 

Birna segir að á nesinu sé að finna minjar frá því stuttu eftir landnám en að nokkuð af þeim séu þegar glataðar. Meðal mikilvægra minja sem fundist hafa á svæðinu eru svínskjálki og taflmaður frá 13. eða 14. öld úr ýsubeini.

Viðtalið í heild sinni má sjá í myndbandinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert