Líkti bæjarstjórn við hjónaband

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Ræddi hann meðal annars um ásakanir Maríu Grétarsdóttur, fulltrúa M-lista Fólksins í bænum sem sagði hann boða valdníðslu í Garðabæ með því að leyfa ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum. Gunnar sagði að erfitt væri að vinna með fólki sem sæi spillingu í hverju horni og skorti vilja til samstarfs.

„Það er þannig að við þolum alla umræði og erum með margvísleg kerfi til að fara ofan í alla hluti, við viljum enga spillingu og viljum hafa allt upp á borðum en þegar fókusinn er eingöngu á þetta þá er ekki samstarfsvilji um jákvæða uppbyggingu,“ sagði Gunnar.

„Þetta er eins í öllu samstarfi, eins og í hjónabandi, ef allt er sett upp í neikvæði og með tortryggni þá endist það ekki.“

Gunnar sagðist þó taka undir það sjónarhorn að líklega sé betra að hafa fasta reglu um hvort áheyrnarfulltrúar minni flokka væru leyfðir eða ekki. Löggjafinn setji hinsvegar ákvörðunina í hendur sveitastjórna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert