Tvær líkamsárásir í höfuðborginni

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt, önnur Smárabarði þar sem maður var handtekinn um tvö leytið. Gistir hann fangageymslu þar til skýrsla verður tekin af honum. Hin líkamsárásin átti sér stað skömmu fyrir tvö en þar hlaut karlmaður minniháttar meiðsl eftir að hafa verið kýldur í andlitið. Gerandi er ókunnugur og málið í rannsókn.

Fjórir menn og ein kona voru handtekinn í höfuðborginni í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnamisferli í fjórum aðskyldum tilvikum. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna á ellefta tímanum, annars vegar í Borgartúni og hinsvegar á Mosavegi en báðir voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur, annar á Miklubraut skömmu fyrir fjögur í morgunn og hinn á Pósthússtræti ekki löngu síðar. Báðir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Óvenjumikill erill var í sjúkraflutningum og voru útköll yfir 40 en samkvæmr upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru fjöldinn yfirleitt nær 20 eða 25.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert