Andlát: Magnea Magnúsdóttir rithöfundur frá Kleifum

Magnea Magnúsdóttir.
Magnea Magnúsdóttir.

Magnea Magnúsdóttir rithöfundur frá Kleifum í Kaldbaksvík lést 17. febrúar s.l. á 85. aldursári.

Magnea var fædd 18. apríl 1930, dóttir Guðbjargar Guðmundsdóttur og Magnúsar Magnússonar. Hún ólst upp á Kleifum og flutti 15 ára að Drangsnesi og 19 ára til Skagastrandar. Hún fór í Kvennaskólann á Staðarfelli og nam við Tóvinnuskólann á Svalbarði. Eftir það bjó hún í Eyjafirði og fluttist 1959 til Akureyrar.

Magnea var mjög listræn eins og sjá má á hannyrðum hennar og bókaskrifum. Hún skrifaði fjölda barnabóka og eins bækur fyrir fullorðna. Á meðal vinsælla barnabóka Magneu má nefna sjö bækur um Hönnu Maríu, Sossu-bækurnar og var ein þeirra m.a. þýdd á dönsku, bækurnar um Tobías og sögurnar úr Krummavík. Þá skrifaði hún skáldsögurnar Karlsen stýrimaður, Hold og hjarta og Í álögum.

Magnea giftist Friðriki Baldri Halldórssyni, f. 1929, d. 1988, og eignuðust þau fjögur börn og fósturdóttur.

Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert