Eldgosið var kostnaðarsamt

Eldstöðin í Holuhrauni.
Eldstöðin í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, segir eldgosið í Holuhrauni hafa kallað á aukin útgjöld úr ríkissjóði.

„Kostnaðurinn vegna eldsumbrotanna er orðinn nokkur en við eigum eftir að láta taka saman allan kostnað sem hlaust af gosinu í Holuhrauni.“

Ekki er ólíklegt, að mati Sigmundar, að ríkið þurfi að auka enn frekar útgjöld sín til þeirra málaflokka sem á reynir við náttúruhamfarir, verði t.d. eldgos í Bárðarbungu. „Það er mikilvægt að vera við öllu búin og gott að vita til þess að hér á landi eru gífurlega færir vísindamenn á þessu sviði og gott net björgunar- og viðbragðsaðila um allt land.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert