Ágætis loðnuveiði var undan Þjórsár-ósum í gærdag

Heimaey VE-1 á loðnuveiðum út af Þjórsárósi í gær.
Heimaey VE-1 á loðnuveiðum út af Þjórsárósi í gær. mbl.is/Börkur Kjartansson

„Það hefur verið ágætis veiði hérna,“ sagði Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE, þegar rætt var við hann eftir kvöldmat í gærkvöld.

Heimaeyin var á loðnu undan Þjórsárósum ásamt fleiri skipum. Heimaey kom á miðin í fyrrakvöld og hóf veiðar í gærmorgun. Einungis vantaði 50-70 tonn upp á að þeir væru komnir með fullfermi en skipið ber um 2.000 tonn.

Ólafur sagði að loksins hefði komið þokkalegt veður. Hann sagði að það hefði verið „fínasta kropp“ hjá loðnuskipunum í gær. Veðurspá næstu daga er slæm og sagði Ólafur að menn væru hálf uggandi yfir útlitinu varðandi framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert