Framkvæma fyrir 58 milljarða króna í ár

Meðal framkvæmda á þessu ári er 1. áfangi Þeistareykjavirkjunar hjá …
Meðal framkvæmda á þessu ári er 1. áfangi Þeistareykjavirkjunar hjá Landsvirkjun. Tölvumynd/Landsvirkjun

Helstu stofnanir og fyrirtæki á vegum hins opinbera ráðgera verklegar framkvæmdir fyrir rúma 58 milljarða króna á þessu ári.

Þetta kom fram á nýlegu útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, SI, sem mfjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Árni Jóhannsson, forstöðumaður hjá SI, segir greinilegt að mannvirkjagerðin sé að braggast. Ástæða sé til aukinnar bjartsýni, sér í lagi í byggingariðnaði, en þó sé enn langt í land fyrir jarðvinnuverktaka. Útkoman á útboðsþingi sé þó betri en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert