Blindir keppa í ljósmyndun

Eitt af markmiðum Ljósmyndasamkeppni blindra og sjónskertra hér á landi er að vekja athygli á því að hópurinn er margbrotinn og nýtur lífsins með eigin hætti, m.a. með því að skoða og taka myndir. Hugmyndin að keppninni er komin frá Kanada þar sem kona með innan við 10% sjón vann ljósmyndakeppni á landsvísu.

Samkeppnin er haldin í samvinnu við Junior Chamber International á Íslandi og verða veitt verðlaun fyrir sigurmyndina en dómnefnd velur 10 bestu myndirnar sem sýndar verða á sýningu og síðan verður sigurmyndin valin í opinni kosningu.

mbl.is var í Hamrahlíð þar sem verkefninu var ýtt úr vör og ræddi við væntanlega þátttakendur. Í myndskeiðinu má einnig sjá sigurmyndina frá Kanada.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert