Búið ykkur undir næsta storm

Vindaspá kl. 18 á þriðjudag. Fjólublái liturinn sýnir vindhraða yfir …
Vindaspá kl. 18 á þriðjudag. Fjólublái liturinn sýnir vindhraða yfir 18 m/s. Skjáskot/Veðurstofan

Það er skammt stórra storma á milli. Á morgun verður veðrið rólegt en á þriðjdag eru horfur á suðaustan stormi. Sjá veðurvef mbl.is.

Þetta er viðvörun frá Veðurstofunni:

Í dag geta akstursskilyrði orðið erfið, sér í lagi á fjallvegum er allhvöss eða hvöss suðvestanátt með snjókomu eða éljum gengur yfir. Rólegra og úrkomuminna veður á morgun (mánudag). Horfur eru hins vegar á suðaustan stormi eftir hádegi á þriðjudag með snjókomu, slyddu eða rigningu.

Næsta sólarhringinn er veðurspáin þessi:

Suðvestan 13-20 m/s, en hægari vindur norðantil í fyrstu. Snjókoma vestanlands í fyrstu, annars él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Suðlæg átt 3-10 m/s á morgun og dálítil él, en léttskýjað norðaustantil. Hiti um eða undir frostmarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert