Tölur og tákn verði leyfileg sem nöfn

Alþingi. Frumvarpið er hjá allsherjar- og menntamálanefnd.
Alþingi. Frumvarpið er hjá allsherjar- og menntamálanefnd. mbl.is/Ómar Óskars­son

Nauðsynlegt er að eftirlit verði með nafngiftum, verði mannanafnanefnd lögð niður, eins og lagt er til í frumvarpi um breytingar á lögum um mannanöfn.

Þetta er álit flestra þeirra sem veitt hafa umsagnir um frumvarpið, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í umsögn mannanafnanefndar er m.a. bent á að frumvarpið feli ekki í sér nein skilyrði fyrir nöfn og samkvæmt því verði t.d. raðtölur, tákn og efsta stig lýsingarorða leyfileg sem nöfn. Verði ættarnöfn gefin frjáls, eins og frumvarpið kveður á um, yrði það hörð atlaga að germanska föður- og móðurnafnakerfinu sem eingöngu hefur varðveist hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert