Margir fylgdust með norðurljósunum

Þessi mynd var tekin á Selfossi í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin á Selfossi í gærkvöldi. mbl.is/Malín Brand

Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta í gærkvöldi. Skilyrði voru einstaklega góð og gátu íbúar Norðurlandanna og Bretlands til að mynda virt þau fyrir sér, ef marka má samfélagsmiðla. Ljósin sáust meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir ljósmengun. 

Fyrirtækið Gray Line fór með 1.100 farþega í norðurljósaferðir um Vesturlandið í gærkvöldi en það var fyrsta ferðin í heila viku.

Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins, segir að margir ferðamannanna hafi verið orðnir langeygir eftir að sjá norðurljósin. 

„Norðurljósin voru mjög góð í gærkvöldi en útlitið í kvöld er ekki gott," segir hann í samtali við mbl.is. 

Margir deildu myndum af sjónarspilinu á Twitter og notuðu kassamerkið #AuroraBorealis

Hér má sjá myndir af norðurljósum sem teknar voru í Skotlandi í gærkvöldi. 

Þessi mynd var tekin í Svíþjóð í gærkvöldi.

Þessi mynd var tekin í Northumberland í Bretlandi í gærkvöldi. 

Þessi mynd var tekin í gærkvöldi á Íslandi.

Þessi mynd var tekin í Finnlandi

Þessi fallega mynd var tekin í Skutulsfirði í gærkvöldi.
Þessi fallega mynd var tekin í Skutulsfirði í gærkvöldi. Ljósmynd/Bæjarins besta/Sigurjón
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert