„Ákall um lýðræðisumbætur“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum auðvitað glöð yfir þessu og þakklát. En vitanlega verður að hafa í huga að þarna er á ferðinni mjög snögg uppsveifla og enginn veit hvort hún verður varaleg eða ekki.“

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, í samtali við mbl.is en síðustu skoðanakannanir hafa annað hvort sýnt Pírata sem stærsta flokk landsins eða þann næst stærsta. Helgi telur aðspurður ekki að fylgisaukningin snúist um Evrópusambandið þrátt fyrir síðasta útspil ríkisstjórnarinnar í þeim efnum enda hafi mótmælin gegn því aðallega snúið að málsmeðferðinni í þeim efnum. Málið snúist um lýðræði en ekki sambandið sjálft.

Þess utan hafi fylgisaukning Pírata hafist samkvæmt skoðanakönnunum fyrir útspil ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. „Það eina sem mér finnst vera rökrétt í þessu er að þetta snúist um ákall um lýðræðisumbætur. Ég vona bara að allir stjórnmálaflokkar taki þessu sem skilaboðum um það.“ Píratar lagt mikla áherslu slíkar umbætur. Vandamálið sé ekki að þurfi að skipta út fólki heldur að bæta kerfið sem ákvarðar hvernig ákvarðanir séu teknar.

„Til dæmis að þjóðin hafi málskotsrétt, minnihluti þingsins hafi málskotsrétt, aðskilnaður löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins. Einfaldlega allt sem getur bætt sjálft kerfið. Ég lít á þetta svolítið sem undirtektir við að þetta sé vandamálið. Ekki bara hvaða fólk sé við völd og hvaða stefnu það hafi heldur hvernig ákvarðanir séu teknar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert