Um þúsund eiga eftir að samþykkja

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tæplega eitt þúsund þeirra sem þurfa að samþykkja leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána fyrir miðnætti hafa ekki enn samþykkt. Vitað er að hluti þeirra mun ekki nýta sér leiðréttinguna, segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Um er að ræða þá sem fengu tölvupóst þann 23. desember um að þeir gæti samþykkt leiðréttinguna.

Sam­tals voru um 69 þúsund um­sókn­ir um leiðréttingu send­ar inn sem náðu til 105 þúsund ein­stak­linga.

Að sögn Skúla eru umsóknir um 400 einstaklinga hjá úrskurðarnefndinni en verið er að vinna í athugasemdum tæplega þrjú þúsund einstaklinga hjá embætti ríkisskattstjóra. 

„Það hefði mátt ganga hraðar en ég vonast til þess að það verði kominn aukinn kraftur í það vegna þess að mikill tími starfsmanna hefur farið í aðstoða þá sem eru á síðasta degi með að samþykkja í dag. Þetta eru sömu starfsmenn sem eru að þjónusta og úrskurða og það hefur varið meiri tími í að þjónusta en við áttum von á,“ segir Skúli.

Skúli segir að vonast sé til þess að það verði hægt að greiða úr sem flestum þessara mála á næstu vikum. En meðal þess sem verið er að skoða er þegar lánanúmer er týnt - það er ekki er samræmi milli lánanúmers viðkomandi og fjármálastofnunar. Þetta eru þeir sem þurfa að breyta framtölum sínum. Fólk sem óskar eftir því að færa lán á milli reita á skattframtali, það er úr 5.5 í 5.2 ofl, segir Skúli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert