Eftirlýstur tekinn við ölvunarakstur

Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögregla í Austurbæ Reykjavíkur stöðvaði ökumann sem grunaður var um ölvun við akstur á þriðja tímanum í dag. 

Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn var ekki einungis undir áhrifum því hann hafði verið sviptur ökuréttindum og var í ofanálag eftirlýstur til dvalar í fangelsi.

Var maðurinn færður í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg eftir afgreiðslu málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert