VG vill líka hverfa frá áformum um olíuvinnslu

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður …
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Umræðan innan okkar raða er sú að ég á von á að það verði lagt til við landsfundinn okkar að hverfa frá áformum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu í ljósi þeirra skýrslna sem hafa verið að koma út nánast árlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Á síðasta ári var unnin greinargerð fyrir VG um olíuvinnslu á Drekasvæðinu og í kjölfar flokksráðsfundar var málefnahópur látinn vinna að málinu fyrir landsfund VG sem fara mun fram í október.

Í greinargerðinni segir meðal annars að erfitt eða útilokað sé að finna umhverfisleg rök sem mæli með olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert