Íslensk hönnun sparar milljarða

58 metra langur vindmylluspaði settur í flutningakerfi Sigurðar Ernis Sigurðssonar …
58 metra langur vindmylluspaði settur í flutningakerfi Sigurðar Ernis Sigurðssonar á lestarvagni í Bandaríkjunum. Mikill áhugi er á uppfinningu hans enda miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Ljósmynd/Energo Consulting

„Íslendingarnir eru með þetta í blóðinu, það er ekkert ómögulegt hjá okkur. Það datt engum öðrum þetta í hug.“

Þetta segir Sigurður Ernir Sigurðsson sem hannað hefur nýtt flutningskerfi fyrir vindmylluhluta sem spara mun háar fjárhæðir við uppbyggingu vindorkugarða í Bandaríkjunum. Vinnur hann að útfærslu uppfinningar sinnar með íslenskum og bandarískum fyrirtækjum.

Mikil uppbygging er í vindorkuiðnaðinum í Bandaríkjunum þessi árin. Þúsundir vindmylla eru settar upp í vindorkugörðum. Sigurður segir að mesti uppgangurinn á þessu sviði sé nú í Vestur-Texas. Þar er nokkuð stöðugur vindur í 90 metra hæð. Vindmyllur sem ná til hans hafi um 50% nýtnihlutfall sem er langt yfir meðaltali. „Þetta er algerlega græn orka. Vindmyllurnar eru settar upp og þær mala gull í að minnsta kosti 25 ár,“ segir Sigurður í umfjöllun um flutningakerfi hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert