Þingmenn geti sætt 3 ára fangelsi

Þingflokkur Pírata. Frá vinstri: Jón Þór Ólafsson, Birgitta Jónsdóttir og …
Þingflokkur Pírata. Frá vinstri: Jón Þór Ólafsson, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson.

Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um hagsmunatengsl þingmanna en flutningsmenn eru Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson, þingmenn Pírata, og Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata.

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á lögum um þingsköp Alþingis þess efnis að þingmenn skuli „gera opinberlega grein fyrir hvers kyns persónulegum hagsmunum eða hagsmunaárestrum við meðferð máls á Alþingi, með yfirlýsingu á þingfundi, í nefndum þingsins eða á þeim vettvangi sem við á hverju sinni.“ Ennfremur að enginn þingmaður skuli koma fram „sem launaður talsmaður hagsmunasamtaka eða einstaklinga í starfi sem unnið er á vettvangi þingsins.“

Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því að breytingar verði gerðar á almennum hegningarlögum þess efnis að noti þingmaður upplýsingar sem hann fær í starfi sínu, og sem leynt eigi að fara, til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings varði það fangelsi allt að 3 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert