Andlát: Hafsteinn Þorvaldsson, fv. framkvæmdastjóri

Hafsteinn Þorvaldsson
Hafsteinn Þorvaldsson

Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 26. mars sl. á 84. ári.

Hafsteinn fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1931 og var sonur Lovísu Aðalbjargar Egilsdóttur húsmóður og Þorvaldar Guðmundssonar, verkamanns og bónda.

Hafsteinn nam við Íþróttaskólann í Haukadal 1946-1948. Hann lauk fyrri hluta Lögregluskólans 1964 og kennaranámskeiði í hjálp í viðlögum hjá RKÍ 1968. Þá sótti hann ýmis námskeið m.a. í Stjórnunarskóla Íslands og endurmenntun.

Hafsteinn var bóndi í Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi 1950-1961, starfsmaður Selfosshrepps, lögreglumaður og sölumaður 1961-1967. Hann var framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Selfossi 1967-1981 og framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands og Heilsugæslustöðvar Selfoss 1982-1995.

Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum og gegndi mörgum ábyrgðarstörfum. Hafsteinn var m.a. í stjórn og formaður UMFÍ, í Æskulýðsráði ríkisins og formaður þess, í sveitarstjórn á Selfossi og formaður bæjarráðs um tíma.

Hafsteinn var kvæntur Ragnhildi Ingvarsdóttur (1929-2006) og eignuðust þau fimm börn, Þorvald, Ragnheiði, Þráin, Aðalbjörgu og Véstein.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert