„Guð hefur fullkomið typpi“

Lárus Blöndal afhendir Soffíu verðlaunin í gærkvöldi.
Lárus Blöndal afhendir Soffíu verðlaunin í gærkvöldi. Mynd/Úr einkasafni

Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum, var veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma í gærkvöldi. Viðurkenninguna hlaut Soffía Bjarnadóttir fyrir bók sína Segulskekkja sem JPV gefur út. 

Sigurkaflinn úr bókinni Segulskekkju er eftirfarandi:

Amma er með krækiberjasafa á rassinum. Hún lokar augunum til að fá ekki ofbirtu í augun. Guð hefur fullkomið typpi. Ekki of stórt og ekki of lítið. Það er alveg hreint afbragð. Amma breiðir út faðminn í berjalynginu. Gefur sig alla. „Þú mátt eiga mig,“ segir amma. Guð brosir blíðlega og sleikir krækiberjasafann af rassinum á henni.“

Tilnefndar voru auk Segulskekkju bækurnar Siðsöm kona í Hverafuglum eftir Einar Georg, Gestur á nýársnótt i Elíasarmálum, Sögum og greinum Elíasar Mar, Rogastanz eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur, Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson, Ástarmeistarinn eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur, Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson og Ástin ein taugahrúga: enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur, en eins og kemur fram hér fyrir ofan þá hlaut Elísabet verðlaunin árið 2008.

Verðlaunin fyrst veitt árið 2007

Rauða hrafnsfjöðrin var fyrst veitt 2007 og þá hreppti hana Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur. 2008 varð Elísabet Jökulsdóttir hlutskörpust fyrir Heilræði lásasmiðsins, Hermann Stefánsson hreppti verðlaunin 2009 fyrir Algleymi, 2010 fékk Steinar Bragi Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir Himininn yfir Þingvöllum, 2011 þau Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna - ástarsögu, 2012 Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðasafnið Kanil, Auður Ava Ólafsdóttir hreppti Rauðu hrafnsfjöðrina 2013 fyrir skáldsögu sína Undantekninguna og á síðasta ári varð Sjón hlutskarpastur með bókina Mánastein

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert