Flytur skýrslu um blandaðar bardagaíþróttir

Gunnar Nelson í glímutökum.
Gunnar Nelson í glímutökum. mbl.is/Ómar

Alþingi samþykkti í seinustu viku beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og tólf annarra þingmanna um að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, flytti Alþingi skýrslu þar sem farið er yfir samanburð á lögum um blandaðar bardagaíþróttir í Svíþjóð annars vegar og Íslandi hins vegar.

Þá var þess óskað að mat yrði lagt á möguleg jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu, ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi.

„Í því sambandi er mikilvægt að líta til heilsufars- og öryggisþátta sem tengjast þátttöku í slíkum viðburðum. Þá er einnig mikilvægt að horfa til jákvæðra efnahagslegra áhrifa vegna aukins áhuga á Íslandi í alþjóðlegu umhverfi blandaðra bardagaíþrótta ef um stórviðburði væri að ræða.

Það er ekki hægt að líta fram hjá því að blandaðar bardagaíþróttir fyrirfinnast nú þegar hér á landi og að Íslendingar taka þegar þátt í slíkum viðburðum á erlendri grundu,“ segir meðal annars í greinargerð með skýrslubeiðni þingmannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert