Vann danskeppni á Ítalíu

Elena Dís er aðeins fjórtán ára en hefur engu að …
Elena Dís er aðeins fjórtán ára en hefur engu að síður vakið athygli fyrir fimi sína sem ballettdansmær. Hún var hluti af skólahópi ballettskólans Fifth Treviso í bænum Treviso sem sigraði í danskeppni allra ballettskóla Ítalíu.

Hin 14 ára Elena Dís Ásgeirsdóttir var hluti af skólahóp ballettskólans Fifth Treviso frá bænum Treviso sem sigraði í danskeppni allra ballettskóla á Ítalíu fyrir skemmstu.

Elena flutti til Ítalíu frá Danmörku í fyrra og hætti þá námi sem hún hafði stundað við Konunglega ballettskólann í Kaupmannahöfn.

Elena sem er í stuttu stoppi hér á Íslandi, en hún var fermd í fyrradag, á skírdag, segist vera í ballettskólanum 4-5 sinnum í viku, 90 mínútur í senn. „En þegar eitthvað er um að vera í kringum skólann þá fjölgar tímunum og þá er ég 6-7 sinnum í viku.“

Elena bjó fimm ár í Danmörku og þrátt fyrir að hafa einungis búið innan við ár á Ítalíu er hún farin að skilja tungumálið ágætlega.

„Ég skil tungumálið en ég segi ekki mikið. Kinka aðallega kolli,“ segir hún og hlær.

Byrjaði hjá Sigríði Ármanns

Elena Dís byrjaði að æfa ballett um þriggja ára aldurinn undir handleiðslu Sigríðar Ármanns.

„Mér finnst skemmtilegt að dansa. Ég elska það,“ segir hún ánægð enda má hún vera það því henni hefur gengið vel í dansinum.

„Skólinn minn hefur verið að taka þátt í danskeppnum. Minn hópur samanstendur af krökkum sem eru 12-14 ára og einum sem er 15. Í fyrstu keppninni vorum við að keppa í Padova og þar unnum við.

Svo fórum við til Lanciano og kepptum þar. Það gekk líka vel þó við höfum ekki unnið heldur urðum við að sætta okkur við bronsið.“

Treviso er fallegur staður

Elena er búsett ásamt systur sinni, móður og stjúpföður í bænum Treviso sem er skammt frá Feneyjum.

„Þetta er mjög fallegur bær og skemmtilegt að eiga heima þarna. Ég fer aftur út 12. apríl og fæ því að vera nokkra daga með íslensku vinkonunum mínum – sem er skemmtilegt,“ segir hin bráðefnilega ballettmær, glöð að vera á Íslandi.

Systurnar María Ísól og Elena Dís.
Systurnar María Ísól og Elena Dís.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert