Segir að grípa þurfi til varna

Hjartað í Vatnsmýrinni skorar á Alþingi og innanríkisráðherra að stöðva …
Hjartað í Vatnsmýrinni skorar á Alþingi og innanríkisráðherra að stöðva framkvæmdir sem eiga að hefjast á mánudaginn kemur. Tölvuteikning/Alark

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði m.a. í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær að öllum mætti vera ljóst „að grípa þarf til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir að borgaryfirvöld grafi stöðugt undan flugvellinum og beiti brögðum til að losna við hann.“

Líkt og fram hefur komið í fréttum, er ætlunin að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda á mánudag, en Reykjavíkurborg, Knattspyrnufélagið Valur og Valsmenn hf. skrifuðu undir samning við verktaka á miðvikudag.

Friðrik Pálsson, annar formaður stuðningssamtaka Reykjavíkurflugvallar, Hjartans í Vatnsmýrinni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert