Ekki sektað í vetraraðstæðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ekki beita sektum vegna nagladekkja fyrr en veðurfar batnar en óheimilt er samkvæmt lögum að aka á slíkum dekkjum eftir 15. apríl. Tilkynnt verður hvenær farið verður að sekta vegna dekkjanna.

„Þar sem vetraraðstæður eru enn ríkjandi mun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en aðstæður batna. Þegar eftirlit með nagladekkjum hefst munum við láta vita af því gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla,“ segir á Facebook-síðu lögreglunnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert