Dæmdur fyrir líkamsárás og kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur í Héraðsdóm Reykjaness verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, sérstaklega hættulega líkamsárás og vörslu barnakláms  og dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár, greiða brotaþola miskabætur, auk skaðabóta, sakarkostnaðar og málvarnarlauna verjanda síns.

Maðurinn, Finnbogi Þórisson, var ákærður fyrir að hafa í sleikt og þuklað brjóst 14 ára stúlku í sameign í kjallara hússins þar sem stúlkan bjó, bæði utan og innan klæða og greitt henni fyrir það allt að 9 þúsund krónur.

Líkamsárásin átti sér stað í janúar á síðasta ári. Í ákæru saksóknara segir að Finnbogi hafi ítrekað slegið mann með bareflum en hann notaði meðal annars hníf, stunguskóflu og garðhrífu. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut höfuðkúpubrot, nefbrot og brot á hryggjarlið. 

Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa um nokkurt skeið haft í vörslum sínum alls 55 ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Dóminn má lesa í heild sinni á vefsíðu Héraðsdóms Reykjaness. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert