Barnabætur verða greiddar út

Leikskólabörn skoða brúðubílinn .
Leikskólabörn skoða brúðubílinn . mbl.is/Þórður

Undanþágunefnd Bandalags háskólamanna (BHM) samþykkti síðdegis í dag að veita undanþágu þannig að félagsmenn sem starfa hjá Fjársýslu ríkisins geti afgreitt barna- og bætur um mánaðamótin.

Gunnar H. Hall fjársýslustjóri staðfesti þetta.

Í dag hófst verkfall félagsmanna í Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hjá Fjársýslu ríkisins. Það er tímabundið til 8. maí.

Hefði undanþágan ekki verið veitt hefði afgreiðsla barnabóta tafist á meðan verkfallið stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert