Íslendingar með fullt hús stiga

Hjalti Þór Ísleifsson, Sigurður Jens Albertsson, Kristján Andri Gunnarsson og …
Hjalti Þór Ísleifsson, Sigurður Jens Albertsson, Kristján Andri Gunnarsson og Garðar Andri Sigurðsson voru hluti af sex manna liði Íslands á Ólympíuleikum í stærðfræði í Suður-Afríku sumarið 2014.

Tveir Íslendingar fengu fullt hús stiga í Norrænu stærðfræðikeppninni sem fram fór á öllum Norðurlöndunum þriðjudaginn 24. mars síðastliðinn. Tóku alls 86 keppendur þátt, þar af 17 frá Íslandi. Sex nemendur fengu fullt hús stiga, 28 stig af 28 mögulegum. Það voru þrír Svíar, einn Dani Íslendingarnir Garðar Andri Sigurðsson og Sigurður Jens Albertsson. Þeir eru báðir nemendur við Menntaskólann í Reykjavík.

Þetta er í fimmta skipti sem Íslendingur er í fyrsta sæti í Norrænu stærðfræðikeppninni en áður hafa Marteinn Þór Harðarson (1999), Bjarni V. Halldórsson (1993), Geir Agnarsson (1987) og Sigurður Jens Albertsson (2014) náð þessum árangri.

Garðar Andri Sigurðsson er einn þeirra sex nemenda sem skipa Ólympíulið Íslands í stærðfræði. Auk hans skipa liðið þeir Atli Fannar Franklín úr MA, Dagur Tómas Ásgeirsson, Elvar Wang Atlason og Hjalti Þór Ísleifsson úr MR, og Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson úr MA. Sigurður Jens verður því miður orðinn tvítugur áður en að keppni kemur í Tælandi í sumar og getur því ekki tekið þátt fyrir Íslands hönd í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert