Fraus í efri byggðum

Frá Seljahverfi í morgun.
Frá Seljahverfi í morgun.

Vetur og sumar frusu saman í Reykjavík í nótt, allavega á nokkrum stöðum í efri byggðum. Mbl.is sagði fyrr í morgun frá því að meðan vetur og sumar hefðu frosið saman víða um land væri slíkt ekki upp á teningnum í Reykjavík. 

Vökulir lesendur sem kíktu út í morgun bentu þó á að í Seljahverfinu og fleiri efri byggðum Reykjavíkur hefði slíkt gerst. Þannig hafi meðal annars frosið í fuglaböðum í hverfinu. 

Nú er því spurning hvort veðraskil verði milli efri og neðri byggða í höfuðborginni í sumar þar sem sólin kætir íbúa efri byggða meira heldur en þá sem neðar búa, eða hvort mark sé takandi á tölum Trausta Jónssonar, veðurfræðings og búast við að þjóðtrúin sé ekki mjög sannspá.

Frétt mbl.is: Þetta var ömurlegur vetur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert