Íslenskir skemmtiskokkarar hraðskreiðastir

mbl.is/Eggert

Ný greining á yfir milljón skemmtiskokkurum um allan heim hefur komist að því að besta hlaupafólk heims utan atvinnumannageirans er hreint ekki að finna í þeim löndum sem margir myndu búast við.

Þegar kemur að meðalmanninum eru það nefnilega Íslendingar sem hlaupa hraðast í maraþonum. Þetta kemur fram á vef The Indipendent en þar er sagt frá því að dönsk tölfræðiséní á vegum RunRepeat.com hafi tekið saman lista yfir þá sem luku hlaupi áárunum 2009 til 2014 í nokkrum af stærstu hlaupum heims.

Þeir tóku út tölur sem tilheyrðu atvinnuhlaupurum og sátu þá uppi með tölur frá 1.298.466 almennum hlaupagörpum. Þegar allur tíminn er tekinn saman er það Spánn sem stendur uppi sem sigurvegari með meðaltíma upp á þrjár klukkustundir og 55 mínútur. Yfir 93 prósent hlaupagarpa Spánar eru hinsvegar karlmenn.

Þegar kemur að Íslandi tróna bæði kynin á toppi listans. Karlmenn ljúka hlaupi með meðaltíma upp á þrjá klukkutíma og 52 mínútur og konur klára á fjórum tímum og 18 mínútum.

Í umfjöllun Independent kemur m.a. frá að meðaltími íslenskra kvenna sé betri en meðal tími breskra karla sem hafi meðal tíma upp á fjórar klukkustundir og 22 mínútur.

Hér má sjá listann yfir hröðustu lönd í heimi.

Konur

1.Ísland  4:18:29

  1. Kanada– 4:19:12
  2. Portúgal – 4:19:17
  3. Spánn – 4:22:22
  4. Tékkland – 4:25:13
  5. Noregur – 4:25:23
  6. Lúxemborg – 4:25:30
  7. Holland – 4:25:33
  8. Slóvakía – 4:27:44
  9. Sviss – 4:28:04

Karlar

  1. Ísland – 3:52:01
  2. Lúxemborg – 3:52:40
  3. Kanada – 3:52:44
  4. Spánn – 3:53:45
  5. Slóvenía – 3:53:46
  6. Austurríki – 3:55:12
  7. Portúgal – 3:57:17
  8. Noregur – 3:57:50
  9. Eistland – 3:58:19
  10. Tékkland – 3:58:52
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert