Miklar vinsældir kindakjöts

Kindakjöt virðist sækja á og jókst sala þess um 22,8% …
Kindakjöt virðist sækja á og jókst sala þess um 22,8% á fyrsta ársfjórðungi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sala á kindakjöti síðasta árið hefur aukist um 7,9% og ef aðeins er horft til fyrsta ársfjórðungs þessa árs er aukningin 22,8%. Á sama tíma er aukning í sölu á öðru kjöti talsvert lægri og dróst hrossakjötssala saman á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands sauðfjárbænda.

Þegar sala annarra kjöttegunda er skoðuð á fyrsta ársfjórðungi kemur í ljós að sala á alifuglakjöti jókst um 6,8%, nautakjötssala um 1,7% og svínakjötssala 4,6%. Segir í fréttinni að söluaukning kindakjöts í janúar, febrúar og mars gefi vísbendingu um að 2015 geti orðið gott ár fyrir sauðfjárbændur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert