Veðurteppt flugvél á Ísafirði

Það snjóaði mikið á Ísafirði í nótt.
Það snjóaði mikið á Ísafirði í nótt. Mynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Íbúar Ísafjarðar vöknuðu upp í morgun, á sumardeginum fyrsta, við 12 sentímetra nýfallin snjó, en yfir bænum liggur núna úrkomuský sem meðal annars hefur tafið flug í dag. Áætlað var að flugvél frá Ísafirði myndi lenda í Reykjavík klukkan 9:50 í morgun, en samkvæmt upplýsingum á vefsíðu flugfélagsins er búið að fresta flugi þangað til 12:50.

Samkvæmt fréttaritar mbl.is á Ísafirði hefur verið vor í lofti undanfarna 10 daga, en að í morgun hafi verið snjór yfir öllu og blint. Þannig sjáist ekki yfir fjörðinn og dimmt yfir öllu. Þegar horft er til himins sést þó í bláan himin inn á milli þykkra skýja.

Frétt mbl.is: Þetta var ömurlegur vetur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert