Hafa orðið af tugum milljóna

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er daglega verið að afbóka, erlendir ferðamenn koma ekki. Þeir vilja ekki koma úr Þorlákshöfn,“ segir Magnús Bragason, hótelstjóri á Hótel Vestmannaeyjum. Hann segir áhrif þess að Landeyjahöfn hafi verið lokuð í vetur og í vor slæm fyrir rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu í Eyjum og að hótelið hafi orðið af tugmilljóna króna tekjum vegna lokunarinnar. „Það verður að fara að opna Landeyjahöfn,“ segir hann en höfnin hefur nú verið lokuð í 152 daga.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru Eyjamenn bjartsýnir á að það takist að opna höfnina um miðja næstu viku. Reiknað er með að Perla, dæluskip Björgunar ehf., hefji dælingu í dag. Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar, segir að útlit sé fyrir góðar aðstæður til dýpkunar á næstu dögum. Því er spáð að ölduhæð fari undir einn metra í dag og haldist þannig næstu daga.

Mikið verkefni

Þá var sanddæluskipið Sóley lagt af stað frá Reykjavík til Landeyjahafnar seint í gærkvöldi og átti að vera komið þangað með morgni. Dæla þarf yfir 100 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni. 

Herjólfur
Herjólfur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert