Léttskýjað að mestu syðra

Það er afar fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu en fremur kalt.
Það er afar fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu en fremur kalt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það er norðanátt á landinu og víða él og frost 1 til 7 stig en léttskýjað að mestu syðra. Steingrímsfjarðarheiði er  ófær og víða er hálka á þjóðvegum landsins. Það  er hins vegar fátt sem minnir á sumarið á Akureyri en meðfylgjandi mynd var tekin þar í morgun.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og víða á Snæfellsnesi en snjóþekja er í Svínadal.

Það er þæfingur og éljagangur á Þröskuldum og Klettshálsi en ófært er á Steingrímsfjarðarheiði en á Vestfjörðum er annars víðast autt þótt sumstaðar séu hálkublettir.

Það er éljagangur allvíða á Norðurlandi og þar er því víða nokkur hálka eða snjóþekja. Þæfingur er á Fljótsheiði, Hófaskarði, Hálsum og á Dettifossvegi.

Á Austurlandi er hálka og snjóþekja á Héraði en greiðfært er með ströndinni, snjóþekja er á Fjarðarheiði, Fagradal og á Oddsskarði.

Í öðrum landshlutum eru vegir greiðfærir.

Veðurspá næsta sólarhringinn: Norðlæg átt, 5-13 m/s, en norðan 8-15 A-til í dag. Víða él og frost 1 til 7 stig, en léttskýjað að mestu syðra og hiti 0 til 5 stig að deginum. Sums staðar él syðst á landinu í kvöld. Svipað veður á morgun.

Á laugardag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Él fyrir norðan og austan, en lengst af þurrt og bjart veður á S- og SV-landi. Frost 0 til 8 stig yfir daginn, mildast sunnantil, en sums staðar frostlaust með S-ströndinni og líkur á stöku éljum þar.

Á sunnudag og mánudag:
Norðan 8-13 m/s víðast hvar. Áframhaldandi éljagangur, en þurrt S-lands. Frostlaust við S-ströndina, annars 0 til 5 stiga frost.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt með éljum fyrir norðan, en annars þurrt. Hiti breytist lítið

Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytilega átt með skúrum eða éljum S- og SV-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 4 stig vestantil, annars 0 til 5 stiga frost.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir fremur svala vestlæga átt með skúrum eða éljum, en þurrt SA- og A-lands.

Það er fátt sem minnir á sumarið á Akureyri þennan …
Það er fátt sem minnir á sumarið á Akureyri þennan morguninn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert