Rútufyrirtæki kveður Kolaportsplanið

Á Hörpureitnum 1 og 2 munu rísa fjölbýlis, verslunar- og …
Á Hörpureitnum 1 og 2 munu rísa fjölbýlis, verslunar- og skrifstofuhúsnæði og er áætlað að framkvæmdum ljóki árið 2018.

Rútufyrirtækið Gray Line, sem hefur á undanförnum árum haft aðstöðu á Kolaportsplaninu svonefnda, vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir rútur fyrirtækisins. Fyrsta skóflustungan að fjölbýlis-, verslunar-, og skrifstofuhúsnæði var tekin í gær og hefur bílastæðinu við Tollhúsið verið lokað, þar sem áður voru um 200 bílastæði.

„Við getum verið þarna á svæðinu eitthvað örlítið lengur og erum að vinna að því að koma okkur fyrir einhvers staðar annars staðar,“ segir Sigurdór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Gray Line.

Í gær tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Steinar Gíslason og Guðni Rafn Eiríksson hjá Landstólpum fasteignafélagi og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, fyrstu skóflustunguna að byggingum sem munu rísa á Hörpureitum 1 og 2, á Kolaportsplaninu við Tollhúsið við Austurbakka í miðborg Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert