Dýpkað í Landeyjahöfn næstu daga

Dýpkunarskip að störfum í Landeyjahöfn.
Dýpkunarskip að störfum í Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gott veðurútlit gefur fyrirheit um að sanddæluskipin Perla og Dísa geti unnið að dýpkun Landeyjahafnar næstu daga. Byrjað var að dýpka höfnina á föstudaginn var. Tvöföld áhöfn er á hvoru skipi og er unnið að dýpkun allan sólarhringinn.

„Við getum verið sæmilega bjartsýnir á að þetta gangi í þessum glugga. Miðað við ölduspá ættum við að geta unnið þarna samfleytt fram á mánudag,“ sagði Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar, í gær.

Búið er að dýpka rifið framan við höfnina og er það komið í fulla dýpt. Sóley, stærsta sanddæluskip Björgunar, dýpkaði á rifinu. Hún er það stór að hún getur ekki athafnað sig inni í höfninni, þrátt fyrir að vera á meðal minni dæluskipa í heiminum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert