Fer í 36 metra í hviðum

Ljósmynd Leifur Hákonarson

Vegir eru greiðfærir að heita má um allt sunnanvert landið.  Hvassviðri er á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vindurinn hefur slegið í 36 metra á sekúndu í verstu hviðunum á Kjalarnesi.

Á Vesturlandi eru flestir vegir greiðfærir en eitthvað er um hálkubletti. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku og í Svínadal.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vestfjörðum. Búið er að opna veginn um Klettsháls en þar er skafrenningur og snjóþekja. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir.  ófært er norður í Árneshrepp.

Það er víða hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur á Norðurlandi.

Snjóþekja er á Öxnadalsheiði. Ófært er á Hólasandi.

Búið er að opna Mývatns- og Möðrudalsöræfi en þar er skafrenningur og þæfingsfærð og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og víða skafrenningur. Snjóþekja og skafrenningur er á Fjarðarheiði og Fagradal og hálka og éljagangur á Oddsskarði. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

Greiðfært er með suðausturströndinni en nokkuð hvasst og sandfok á Skeiðarársandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert