Skallaði lögreglumann í andlitið

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Um hálfþrjú í nótt var maður handtekinn í Austurstræti, grunaður um líkamsárás. Maðurinn var í tökum dyravarða þegar lögreglumenn komu á vettvang og í mjög annarlegu ástandi. Hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Þegar verið var að færa manninn í fangageymslu skallaði hann lögreglumann í andlitið.

Í Hlíðunum var tilkynnt um húsbrot, þar sem hurð var sparkað upp og fartölva skemmd. Lögreglan í Hafnarfirði tók hús á mönnum þar sem verið var að rækta fíkniefni og í Kópavogi ruddust tveir menn inn í íbúð, einnig með því að sparka upp hurð, en þeir voru að leita að þriðja manni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert