Erfitt að fylgjast með fréttunum að heiman

Frá vinstri: Supak Chhetri, Dammar Jang Gurung og Tak Bahadur …
Frá vinstri: Supak Chhetri, Dammar Jang Gurung og Tak Bahadur Gurung með fjörmjólkurfernur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Óvissan var erfið, að vita í fyrstu ekkert um afdrif ættingja og vina eftir þessar hrikalegum hamfarir. Smám saman hefur myndin þó skýrst, allt mitt fólk er heilt á húfi. Myndir í fjölmiðlum eru hrikalegar og ég beygi af yfir sjónvarpsfréttunum.“

Þetta segir Ash Kumar Gurung, formaður Félags Nepala á Íslandi, í Morgunblaðinu í dag. Mjólkursamsalan er miðpunktur nepalska samfélagsins á Íslandi. Um 120 manns úr hinu fjarlæga fjallalandi, sem jarðskjálftar skóku um síðustu helgi með hrikalegum afleiðingum, búa hér á landi.

Þar af eru þrettán starfsmenn MS, allir starfsmenn í vöruafgreiðslu. Að fjölskyldum þessara manna meðtöldum tengist fjórðungur Nepala á Íslandi fyrirtækinu. Því hefur verið til styrktar hjálparstarf í Nepal verið hrundið af stað innanhússöfnun meðal starfsmanna MS auk þess sem fyrirtækið sjálft leggur málinu lið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert