Skæð iðrasýking á skurðdeild

Þrífa þarf allar stofurnar hátt og lágt til að reyna …
Þrífa þarf allar stofurnar hátt og lágt til að reyna að útrýma sýkingunni. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Loka hefur þurft skurðdeildum á Landspítalanum við Hringbraut vegna skæðrar spítalasýkingar sem þar kom upp. Bakterían sem veldur sýkingunni hefur myndað ákveðið ónæmi fyrir pensillíni og því er erfitt að meðhöndla hana.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 36 rúm nú lokuð vegna sýkingarinnar og hefur svo verið í nokkra daga. 

Til að losna við bakteríuna þarf að byrja á því að rýma deildina og einangra stofurnar, taka sýni og senda í ræktun, þrífa allt hátt og lágt og endurtaka þar til sýkingin finnst ekki. Von er á niðurstöðum úr sýnatöku á morgun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort hægt verði að opna skurðdeildina eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert