Skemmdu 20 bíla í Breiðholti

Bílar voru m.a. skemmdir fyrir utan Maríubakka. Speglar voru eyðilagðir …
Bílar voru m.a. skemmdir fyrir utan Maríubakka. Speglar voru eyðilagðir á bílunum. Ljósmynd/Valur

Fjórir ungir karlmenn á aldrinum 16–22 ára voru handteknir í Breiðholti í gærkvöldi grunaðir um eignaspjöll. Mennirnir eru grunaðir um að hafa skemmt yfir 20 bíla, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

  Mennirnir voru vistaðri í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Á Facebook-síðu íbúasamtakanna Betra Breiðholts hefur kviknað heit umræða um skemmdarverkin. Kona greinir frá því að 12 bílar fyrir utan fjölbýlishús í neðra Breiðholti hafi verið eyðilagðir. Önnur segir slóð af eyðileggingu eftir piltana. Margir lýsa aðkomunni og segja að speglar hafi verið brotnir af og að dæmi séu um að bílar séu alveg í „smalli“.

Þá var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut við Smáralind í gærkvöldi eftir að hafa mælst á 118 km/klst þar sem aðeins má aka á 80 km hraða á klukkustund. Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og vörslu fíkniefna, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

Bílar voru m.a. skemmdir fyrir utan Maríubakka. Speglar voru eyðilagðir …
Bílar voru m.a. skemmdir fyrir utan Maríubakka. Speglar voru eyðilagðir á bílunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert