Greiðfært fyrir sunnan og vestan

mbl.is/Malín Brand

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suðurlandi. Einnig er greiðfært er á Vesturlandi. Hálkublettir eru á Gemlufallsheiði og hálkublettir og skafrenningur á Hálfdáni, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Snjóþekja og einhver skafrenningur er á  Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Þungfært er norður í Árneshrepp.

Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi en hringvegurinn er þó nánast auður austur í Mývatnssveit. Snjóþekja og skafrenningur er á milli Þórshafnar og Raufarhafnar.

Hálkublettir og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum og snjóþekja og skafrenningur á Vatnskarði eystra. Hálkublettir og skafrenningur er á Fjarðarheiði og hálkublettir á Oddsskarði. Suðurströndin er auð. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

Næsta sólarhringinn er veðurspáin þessi:

Norðaustan 5-15 m/s, hvassast við suðausturströndina. Víða dálítil él norðan- og austantil, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Dregur úr vindi suðaustanlands á morgun. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert