Andlát: Benjamín Nökkvi

Benjamín Nökkvi Björnsson.
Benjamín Nökkvi Björnsson. Úr einkasafni.

Benjamín Nökkvi Björnsson, nemandi í Selásskóla, er látinn, tæplega 12 ára að aldri. Benjamín Nökkvi glímdi við sjaldgæfan og lífshættulegan lungnasjúkdóm eftir að hafa sigrast í tvígang á hvítblæði.

Benjamín Nökkvi lést að kvöldi 1. maí síðastliðinn. 

Þegar Benjamín Nökkvi var einungis níu vikna gamall greindist hann með hvítblæði og þáði hann í tvígang beinmerg frá eldri systkinum sínum og gekk hann í gegnum erfiðar lyfjameðferðir.

Eftir að hafa sigrast á hvítblæðinu greindist hann með sjaldgæfan lungnasjúkdóm árið 2010 sem leggst sjaldan á börn en er afleiðing af lyfjameðferðunum sem hann fór í á unga aldri.

mbl.is ræddi við Benjamín Nökkva og föður í mars í fyrra vegna Benjamínsleikanna, fjáröflun sem bekkjarsystkin Benjamíns Nökkva Björnssonar héldu fyrir hann.

Frétt mbl.is: Draumurinn að spila fótbolta aftur

Benjamín Nökkva dreymdi um að spila fótbolta á ný.
Benjamín Nökkva dreymdi um að spila fótbolta á ný. Úr einkasafni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert