Ekki áhrif á niðurstöðu

Verðlagsnefnd ákvarðar heildsöluverð á mjólk og kindakjöti.
Verðlagsnefnd ákvarðar heildsöluverð á mjólk og kindakjöti.

Ríkisendurskoðun segir að ekki verði ráðið af fyrirliggjandi gögnum að meint hagsmunatengsl formanns verðlagsnefndar búvara og ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi haft áhrif á störf nefndanna eða niðurstöður þeirra.

Jafnframt kemur fram það mat stofnunarinnar að mikilvægt sé að óhlutdrægni þeirra sem sitja í nefndum á vegum ríkisins verði ekki dregin í efa með réttu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Atvinnuvegaráðuneytið óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun kannaði stjórnsýslu nefndanna. Tilefnið var opinber umræða um hæfi formanns beggja nefndanna, Ólafs Friðrikssonar, skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneytinu. Meðal annars kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins að hann hafði setið í stjórnum fyrirtækja sem tengjast Kaupfélagi Skagfirðinga sem er annar eigandi Mjólkursamsölunnar og á hagsmuna að gæta við störf nefndanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert