Eldurinn stefndi að íbúðarhúsum

Hér má sjá eldinn sem breiddi afar hratt úr sér.
Hér má sjá eldinn sem breiddi afar hratt úr sér. mbl.is/Sigurður Bogi

Sinueldur sem kviknaði á svæði á milli Laxalindar, Krossalindar og Reykjanesbrautar í Kópavogi á öðrum tímanum í dag breiddist töluvert hratt út og stefndi um tíma að íbúðarhúsum. Slökkvilið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ákveðið að kalla út aðra stöð vegna eldsins sem komst meðal annars í trjágróður. Sina á höfuðborgarsvæðinu er mjög þurr og jarðvegur einnig og því má lítið út af bregða. Ef vindur bætist við er eldurinn fljótur að breiðast út.

Fjölmargar ábendingar bárust Neyðarlínunni frá vegfarendum og íbúum á svæðinu enda var eldurinn nokkuð mikill og þá lagði mikinn reyk um hverfið. 

Björn Rúnar Kristinsson
Björn Rúnar Kristinsson
Björn Rúnar Kristinsson
Björn Rúnar Kristinsson
Björn Rúnar Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert