Guðmundur slær í gegn

Myndbandið hefur vakið mikla athygli.
Myndbandið hefur vakið mikla athygli.

Ask Gudmundur herferð Ísland – allt árið hefur vakið mikla athygli erlendis en á einni viku hafa myndbönd herferðarinnar fengið 450.000 spilanir á YouTube og 225.000 spilanir á Facebook, og áhorf eykst stöðugt.

Nýr áfangi markaðsverkefnisins  hófst í síðustu viku með tilkomu leitarvélarinnar Ask Gudmundur sem kynnt er undir merkjum Inspired by Iceland. Hún hefur þá sérstöðu umfram aðrar leitarvélar að vera mennsk og hefur það megin markmið að svara spurningum ævintýraþyrstra ferðalanga um heilsársáfangastaðinn Ísland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. 

Sjö Guðmundar og Guðmundur voru fengin til þess að svara fyrir hvern landshluta á Íslandi og hóf Guðmundur á Norðurlandi svörun í síðustu viku. Herferðin hefur heldur betur vakið athygli á erlendum mörkuðu en myndbönd Ask Gudmundur hafa, nú þegar þetta er skrifað, fengið um 450.000 spilanir á YouTube og rúmar 225.000 spilanir á Facebook, og áhorf eykst stöðugt.

Þá segir, að erlendis hafi margir fjölmiðlar sýnt Ask Gudmundur áhuga og hafi herferðin borist til fjarmarkaða svo sem Indlands og Suður-Kóreu fyrir þær sakir.

„Guðmundur á Vesturlandi var til að mynda í beinni útsendingu hjá BBC í þættinum Newshour sem er aðalþáttur BBC World Service en 188 milljón manns hlýða á þá útvarpsstöð í viku hverri. Þá hefur Agence France Presse (AFP) tekið upp fréttina og dreift henni út á eigin lífstílsmiðla með 1.600 þráðum (e. wires) á ensku, frönsku, portúgölsku og Kóresku. Travel & Leisure sem er virtur miðill í Bandaríkjunum skrifaði grein um herferðina og „tvítaði“ tvisvar, en sá miðill er með 1,37 milljón fylgjendur á Twitter. Átakið hefur jafnvel skapað athygli í Indlandi eins og áður segir en Hindustan Times, einn stærsti miðillinn þar, tvítaði og endurtvítaði til 1,92 milljóna fylgjenda sinna. Þýski fjölmiðilinn Spiegel.de (11.5 milljón notendur á mánuði) fjallaði ennfremur ítarlega um herferðina fyrir helgi og er því ljóst að átakið hefur náð til tugmilljóna nú þegar þótt staðfestar tölur liggi ekki enn fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/CkghoJ-HCYQ" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Samfélagsmiðlar Ísland - allt árið (Inspired by Iceland):

Youtube - https://www.youtube.com/user/inspiredbyiceland

Twitter - @icelandinspired

Facebook – www.facebook.com/inspiredbyiceland

Instagram – Inspiredbyiceland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert